Einkaþjálfun
Býð upp á einkaþjálfun fyrir einn til fjóra saman í hóp.
Hvert tímabil er 4 vikur í senn. 1x eða 2x í viku.
Þjálfunin fer fram í glæsilegum nýjum tækjasal á neðri hæðinni á Hótel Íslandi. Í einkaþjálfun er sérþörfum hvers og eins sinnt vel og unnið út frá þeim markmiðum sem einstaklingurinn setur sér.
Ef þú hefur áhuga og vilt fá nánari upplýsingar um lausa tíma og verð smelltu hér.
*Aðilar í þjálfun fá aðgang að Silfru spa og huggulegri setustofu eftir hvern tíma.
*Hægt er að panta stakann tíma (60 mín) í tækjasal, þar er farið yfir öll tækin í salnum og sýndar vel valdar æfingar. Innifalið eru 3 staðlaðar æfingar sem hægt er að gera í tækjasalnum þegar þér hentar. Stakur tími í tækjasal með 3 útprentuðum æfingum kostar 17.000 kr.
Námskeið / Heilsulind
Heilsulind – Hópur #1
Tímar 3x í viku.
Mán, mið og föstudaga kl. 6:00.
4 vikur. 21.000 kr.
*Fullt í 6:00 – Biðlisti.
Heilsulind – Hópur #2
Tímar 3x í viku.
Mán, mið og föstudaga kl. 7:10.
4 vikur. 21.000 kr.
*Fullt í 7:10 – Biðlisti.
Heilsulind – Hópur #3
Tímar 3x í viku.
Mán, mið og föstudaga kl. 8:30.
4 vikur. 21.000 kr.
*Fullt í 8:30 – Biðlisti.
Heilsulind eru 50 mín. fámennir hóptímar sem eru hugsaðir fyrir konur á öllum aldri og óháð formi.
Tímarnir eru settir upp með það markmið að styrkja líkamann, auka hreyfifærni, bæta jafnvægi, líkamsstöðu og samhæfingu. Allt þetta eru mikilvægir þættir í að viðhalda góðu líkamlegu formi fyrir dagleg störf án allra öfga.
Hvert tímabil er 4 vikur. Námskeiðið er ekki hugsað sem átaksnámskeið, frekar sem grunnur að lífstíl og staður til að stunda góða alhliða líkamsrækt allt árið um kring.
*Innifalið í verðinu er aðgangur að Silfra spa og huggulegri setustofu í lok hvers tíma.
*Næsta námskeið byrjar 31. mars 2025.
Skráðu þig á biðlistann hér!
Námskeið / Fitubjúgur
Fitubjúgur / Lipoedema heilræði
– Verkleg kennsla –
Næsta námskeið
Dagsetning óákveðin.
Skráning og upplýsingar hér.
Ert þú með fitubjúg / Lipoedema?
Langar þig að hitta aðra í sömu stöðu og læra betur á líkamann þinn.
Ég er einkaþjálfari, hóptímakennari og heilsunuddari en einnig er ég sjálf með fitubjúg og þekki því vel þær tilfinningar
(andlega og líkamlega) sem fylgja sjúkdómnum.
Mig langar til að sýna þér þær hreyfingar, teygjur, sjálfsnudd og bandvefslosun sem hefur hjálpað mér til að minnka verki, fótapirring, liðka mig og örva sogæðakerfið.
Salurinn er lítll og notalegur í Silfra Spa á Hótel Íslandi, Ármúla 9.
Það eru aðeins 10 konur á hverju námskeiði.
Námskeiðið kostar 20.000 kr. á mann en innifalið í verðinu er:
Hóptími, þar sem ég leiði ykkur áfram og kenni ykkur að nota búnaðinn.
Nuddkefli – Nuddbolti – Æfingarteygja
Aðgangur að Silfra Spa og huggulegri setustofu í lok tímans.
Ef þetta heillar þig, endilega komdu og vertu með.
Þú þarft ekkert nema sjálfa þig, þæginleg föt (íþróttaföt) og vatnsbrúsa.
**Athugið að ekki er um fyrirlestur um fitubjúg að ræða heldur sýnikennsla á þeim æfingum, hreyfingum, strokum og nuddhreyfingum sem hafa hjálpað mér í minni vegferð.
Námskeiðið hentar jafnt þeim sem hafa ekki farið í aðgerð og þeim sem hafa farið í aðgerð (ef liðnar eru meira en 4 vikur frá aðgerð).
Skráning og nánari upplýsingar hér
Ummæli um námskeið:
“Frábært námskeið, bæði gagnlegt og fræðandi. Ekki skemmir fyrir hvað linda er hress og skemmtileg.”
– Berglind amy Guðnadóttir –
“The Lipoedema workshop was super informative and positive with a lovely atmosphere”
– Jenny Barrett –
“Mér fannst algjör snilld þegar ég sá auglýst námskeið hjá Lindu “Heilsulindu” um æfingar fyrir konur með Lipodema. Ég fór á 2 daga námskeið, í litlum notalegum stað með konum sem áttu allar það sameiginlegt að vera með fitubjúg og það eitt að finna fyrir þeirri samkennd að aðrar konur í leikfimissalnum séu að kljást við það sama, gefur manni betri líðan. Tala nú ekki um þegar kennarinn sjálfur er með sjúkdóminn og þekkir hann svo vel.
Linda lét okkur hafa útprentuð blöð með æfingum sem hún fór vel yfir í tímanum, ýmiskonar “hjálpartæki” fengum við til eignar eins og teygju, bolta og gaddarúllu en þetta allt hefur nýst mér vel heima til að gera stutta æfingarútinu áður en ég fer í vinnunnuna eða jafnvel fyrir háttinn. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði hjá Lindu, fá góðar leiðbeiningar um æfingar sem nýtast vel þeim konum sem eru með lipodema, fá góð ráð, nokkur hjálpartól og síðast en ekki síst að hitta konur sem hafa skilning á sjúkdómnum Lipodema.”
– Guðrún G. –
Hver er Linda?
Hef alltaf haft brennandi áhuga á allskyns hreyfingu, líkamsrækt og vellíðan. Mitt mottó er að gera það sem þér finnst skemmtilegt og gerir þér gott á sama tíma. Njóta þess að vera til og brosa.
Heilsunuddari frá Fjölbraut í Ármúla – 2023.
Sogæðanudd námskeið – Haust 2023.
ÍAK Einkaþjálfari – 2016. Kennsluréttindi í Foam Flex (Trigger punkta námskeið 1 og 2) – 2016. Kennari í JSB (Hóptímar og TT námskeið) – 2012 til 2020. Sálfræði í HÍ – 2008 til 2010. Stúdent frá Borgarholtsskóla – 2005. Unglingalandsliðið á skíðum.