Fitubjúgur / Lipoedema heilræði
– Verkleg kennsla –
Næsta námskeið
Dagsetning óákveðin.
Skráning og upplýsingar hér.
Ert þú með fitubjúg / Lipoedema?
Langar þig að hitta aðra í sömu stöðu og læra betur á líkamann þinn.
Ég er einkaþjálfari, hóptímakennari og heilsunuddari en einnig er ég sjálf með fitubjúg og þekki því vel þær tilfinningar
(andlega og líkamlega) sem fylgja sjúkdómnum.
Mig langar til að sýna þér þær hreyfingar, teygjur, sjálfsnudd og bandvefslosun sem hefur hjálpað mér til að minnka verki, fótapirring, liðka mig og örva sogæðakerfið.
Salurinn er lítll og notalegur í Silfra Spa á Hótel Íslandi, Ármúla 9.
Það eru aðeins 10 konur á hverju námskeiði.
Námskeiðið kostar 20.000 kr. á mann en innifalið í verðinu er:
Hóptími, þar sem ég leiði ykkur áfram og kenni ykkur að nota búnaðinn.
Nuddkefli – Nuddbolti – Æfingarteygja
Aðgangur að Silfra Spa og huggulegri setustofu í lok tímans.
Ef þetta heillar þig, endilega komdu og vertu með.
Þú þarft ekkert nema sjálfa þig, þæginleg föt (íþróttaföt) og vatnsbrúsa.
**Athugið að ekki er um fyrirlestur um fitubjúg að ræða heldur sýnikennsla á þeim æfingum, hreyfingum, strokum og nuddhreyfingum sem hafa hjálpað mér í minni vegferð.
Námskeiðið hentar jafnt þeim sem hafa ekki farið í aðgerð og þeim sem hafa farið í aðgerð (ef liðnar eru meira en 4 vikur frá aðgerð).
Skráning og nánari upplýsingar hér